Dagurinn í dag hjá Svala

Jæja, nú er þátturinn búinn og maður þegar búinn að borða abt, 1 bana, 1 epli og 2 grófar brauðsneiðar og ég er að farast úr hungri núna.. Bíð spenntur eftir að komast á Nings fæ mér líklega hálfan 61 sem að mínu mati er besti rétturinn. Á svo stefnumót við Herra Evert Crossfit brjálæðing kl 14:00..  Ég þarf að fá mér Recovery drykk frá Hreysti áður en ég fer svona ca. 30 min fyrir æfingu og þá ætti hann að vera kominn í sístemmið þegar æfingin byrjar.. Það er lyfta þungu í dag með mörgum endurtekningum æfing sem heitir Grace, getur skoðað hana á crossfiticeland.is . Protain drykkur í kjölfar æfingarinnar má ekki klikka og svo fær maður sér Creatin þegar heim er komið.. Þá tekur við enn ein átan, fæ mér líklega sólkjarnabrauð í dag með hnetusmjöri en ekki fl en 2 stk.. Bíð svo spenntur eftir kjúllanum í kvöld.. þá er bara ein máltíð eftir og verður það einhvertímann um 21:00... veit ekki hvað skal eta þá, gæti orðið ommiletta. Dísuss maður gerir ekkert annað en að snæða. Var mældur í dag og er kominn í 10,5% fitu sem er gott.. Var 15 % í november.. er Orðinn 72. kg og 64,8 kg í massa. 

Æfingin í gær...

Það var hörku æfing í gær sem saman stendur af Handpressu( stendur á höndum og ferð upp og niður á höndum) Dauðar upphífingar(engin hreyfing á líkama) Pistons(hnébeygja á einni löpp), armbeygjur á einni og að lokum hné í olnboga. 5 hringir af þessu og þú þarft að ná eins mörgum endurtekningum og þú getur í hverri æfingu í hverjum hring.. mjög góð æfing. Er alveg búinn í öxlum eftir þessa..Mbk, Svali.

Æfingar

Jæja kæru vinir. Nú erum við Zúúber liðar búin að vera í átaki frá því í lok Október. Það er skemmst frá því að segja að við vorum öll frekar nervös við að fara af stað í þetta því ekkert okkar vissi hvað var framundan, en svo er þetta bara búið að vera svo hrikalega gaman að það er bara ekki séns að hætta. Sigga hefur staðið sig með mikilli prýði og minnkað svo um munar um leið og hún er að bæta á sig massa, þ.e vöðvamassa. Svali hefur bætt sig töluvert líka og er það þolið sem er komið miklu betra horf. Gassi er kominn af stað í æfingum þó að hann hafi ekki byrjað strax sökum brjósklos, en hann er kominn gang og miðar bara mjög vel.. Við borðum hollt og gott á Nings, Svali og Sigga halda mest upp á rétt 61 og borða bara hálfan skammt, en Gassi er í 68  hálfum skammt. Kíktu á matseðilinn hjá Nings, hann er ódýr og góður. Við erum líka með fæðubótarefni frá Hreysti, og mælum með því að fólk leiti sér ráðgjafar hjá þeim því það er mjög mikilvægt að allt blandist rétt saman. Matur, æfingar og fæðubótarefnin. En við látum ykkur fylgjast með næstu daga hvernig gengur..

Mbk, Zúúber


Hvernig á að mótmæla??

Mig langar til að velta einu upp hér á blogginu. Það er mikið talað um þessi mótmæli sem áttu sér stað í dag í Ártúnsbrekkunni, sem ég persónulega er verulega ánægður með. Og það nýjasta sem er skrifað hér í fréttum á mbl er að slökkviliðið sé ósátt við að hafa ekki fengið að vita neitt fyrir fram og því hafi trukkabílstjórar skapað hættu ástand. Skil að það sé hægt að setja athugasemd við þetta, en eru mótmæli af þessari stærðargráðu ekki einmitt til þess að skapa vandræða ástand í þjóðfélaginu. Mér finnst ekki rétt að vísa allri ábyrgð á bílstjóranna í dag. Ég myndi algjörlega vísa ábyrgðinni á stjórnvöld sem hingað til hafa ekki ætlað sér að breyta neinu. Það hefur hvergi komið fram hjá þeim að grípa þurfi í taumana á þessum hækkunum, ekki bara fyrir atvinnubílstjóra heldur almenning líka. Það er algjör doði yfir stjórnvöldum og það þarf að taka til harkalegra aðgerða. Ef þeir sem ætla að mótmæla ætla að taka til allra þeirra sem gætu þurft að vera á ferðinni, þá verða aldrei mótmæli. Það er alveg á hreinu. Slökkviliðið þarf að fleiri en eina leið út úr borginni ef eitthvað fer úrskeiðis t.d einhverjar náttúruhamfarir eða eitthvað í þá áttina. Það eiga bara að vera til plön að mínu mati.

Mbk, Svali.

 

P.s gangi ykkur vel drengir og stúlkur sem ætla að mótmæla.


Svona eru karlarnir margir hverjir..

Lífshlaup karlmannsins 
Barnaskólaárin eru mörgum fersk í minni
því miklar verða breytingar á líkamsstarfseminni.
Okkur fer þá bráðlega að leiðast lestrarstritið
og læðist út í kroppinn fyrsta hvolpavitið.


Svo í kring um fermingu þá fá menn bassaróminn
og finnst þeir vera tilbúnir að kanna leyndardóminn.
En þetta er oftast klúður og klaufalegir fundir
því kynlífið á líka sínar raunastundir.


Fram að tvítugsaldrinum er talsvert um að vera.
Taumleysið er algjört og mikið oft að 
gera,
því núna er það fjöldinn sem mestu máli skiptir
og mörgu Grettistaki um næturnar þú lyftir.


Frá tvítugu til þrítugs blómstrar lífsins leikur,
löngunin er stöðug og andi holdsins veikur.
Þú lætur eins og knapi á ljónfjörugum hesti.
Þig langar til að 
gera það á klukkutíma fresti.


Frá þrítugu til fertugs eru gjarnan góðar stundir
geysilegur vilji og margir ástafundir.
Af talsvert meiri nákvæmni þú tilfinningar metur
þú treinir þetta lengur, þú gerir þetta betur.


Síðan næsta tímabil fram að fimmtugsaldri
finnst þér alveg sjálfsagt að beita nýjum galdri.
Kroppurinn er fullur af fiðringi og vonum
þú ferð að vilja sofa hjá miklu yngri konum.


Þessi löngun fylgir þér fram á sextugsaldur
þér finnst þú vera töffari og svakalega kaldur.
Um sextugt fer að hrella þig viðsjáll vöðvaslaki,
þú verður oftast þreyttur og tollir illa á baki.


Um sjötugsaldur finnst þér aftur fjörið vera að lægja,
þú ferð nú yfirleitt að láta gömlu brýnin nægja.
Það miðar hægt ef vindurinn stendur beint á stefnið
þú stundar þetta bara til að halda þér við efnið.


Um áttrætt virðist sjálfsagt að hafa hug á konum
í hjartanu er ylur og löngunin að vonum.
Þér finnst það skipta miklu hjá meyjunum að vera
en manst þá stundum ekki hvað þú ætlaðir að 
gera.


Eftir þennan tíma er löngun best að leyna
að láta ekki glepjast þó konan vilji reyna.
Í átökunum getur sálin gengið úr öllu lagi,
þú gætir orðið bráðkvaddur úr ellireiðarslagi.



Torrent !!!

Hvað finnst fólki almennt um niðurhal á netinu. Spyr í fyrsta lagi finnst þér niðurhal í lagi og ef svo er hverju ertu að niðurhala(tónlist eða myndir).  Önnur spurning ef hægt væri að niðurhala löglega með því að borga fyrir það, hversu háa  upphæð myndir þú borga fyrir a)fyrir 1 stk lag b)1stk plötu c) 1stk mynd eða þátt ??

Eru klámstjörnur mesta blekking samtímans?

 

Rakst á bréf sem hefur verið að ganga á netinu að undanförnu. Ég þýddi það lauslega og tók fyrir í Zúúber. Bréfið skapaði mikla og heita umræðu þar sem sitt sýndist hverjum. Bréfið skrifar kona að nafni Shelley sem er fyrrverandi klámstjarna og vændiskona. Henni tókst að snúa lífi sýnu til betri vegar og hefur nú helgað líf sitt því að hjálpa þeim sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Hún afhjúpar á sláandi hátt hvernig raunveruleiki margra klámstjarna er, sem algerlega sýnir fram á það að klámstjörnur eru mesta blekking nútímans..  Hvað finnst þér?

The Truth Behind the Fantasy of Porn

by Shelley Lubben, former porn actress
 

Kynþokkafullar og íturvaxnar klámstjörnum eru kannski ein mesta blekking allra tíma. Treystu mér,  ég veit það. Ég gerði þetta í langan tíma og ég gerði þetta því ég var gráðug í peninga. Ég var í rauninni ekki mikið fyrir kynlíf, og í rauninni langaði mig bara ekkert I það. Ég var meira fyrir flöskuna mína af Jack Daníels en þessa gæja sem mér var borgað að feika það með. Þar hafið þið það, engar af okkur klámstjörnunum líkar við það að leika í klámmyndum.  Staðreyndin er sú, við hötum það. Við hötum að vera snertar  og niðurlægðar af einhverjum illa lyktandi, sveittum ókunnugum mönnum sem eru alveg sama um okkur. Sumar af okkur hata þetta svo mikið  að þú getur heyrt þær kasta upp milli atriða. Aðrar fara út í  smók og reykja endalaust af Marlboro lights. 

Þetta er kannski ekki alveg hugmyndin sem þú hefur um okkur. En Klámiðnaðurinn vill að þú haldir að við klámstjörnurnar elskum kynlíf. Iðnaðurinn vill að þú haldið að við njótum að vera niðurlægðar og smánaðar í hinum ýmsu viðbjóðslegu atriðum.  Sannleikurinn er sá að við klámstjörnurnar höfum oftar en ekki mætt í sett og ekki vitað um ýmsar kröfur sem framleiðandinn vill að við gerum, og ef við erum ekki til er okkur sagt að fara án þess að fá borgað. Þá er annaðhvort að vinna, eða aldrei að fá vinnu aftur. Ég veit að þetta er okkar val, en sumar okkar þurftum á peningunum að halda.  En málið er að þeir ráðskast með okkur, við neyddar og okkur hótað. Fyrir sumar okkar hefur afleiðingin verið HIV smit. Ég persónulega fékk herpes sem er ólæknandi smitandi sjúkdómur.. Ein vinkona mín í bransanum fór heim eftir langar tökur og skaut sig.. Hún er nú látin..

Ég held að ég geti pottþétt sagt, að þær konur sem ákveða að verða klámstjörnur, ólust ekki upp í heilbrigðu umhverfi sem börn.  Og margar konur í þessum bransa viðurkenna það fúslega að þær voru kynferðislega misnotaðar, andlega kúgaðar, líkamlega barðar eða átt foreldra sem hugsuðu ekki nægilega um þær. Sumar þeirra var nauðgað af ættingjum eða misnotaðar af nágrannanum.  Ég get sagt þér það að þegar við vorum litlar stelpur langaði okkur að leika okkur við dúkkur og verða mömmur, en ekki fá sveitta og stóra karla ofan á okkur. Þetta sama ofbeldi sem við upplifðum þá, upplifum við aftur þegar við leikum fyrir framan myndavélarnar, og við hötum hverja einustu mínútu. Oft notum við áfengi og eiturlyf til að deyfa okkur. Og því lengur sem við erum í bransanaum notum við meira og meira af þessum deyfilyfjum. Við lifum í stöðugum ótta við að smitast af eyðni og að smitast af einhverjum kynsjúkdómum. Framleiðendur klámmynda vilja gera þetta sem raunverulegast fyrir áhorfandann svo þeir leyfa okkur ekki að nota smokka.. Áhyggjur og kvíði að fá Herpes, syphilis, chlamydia og flr sjúkdómar er okkar daglega brauð. Við förum í test á mánaðarfresti, en við vitum að testin koma samt ekki í veg fyrir að við getum fengið þessa sjúkdóma. Og fyrir utan þetta allt þetta og sjúkdómana sem þú getur fengið með því að leika í klámmynd, þá eru margt sem við gerum sem er svo hættulegt. Margar okkar hafa bókstaflega eyðilagt líkama okkar og skaðað.

Þegar vinnudegi líkur hjá okkur klámstjörnunum, förum við heim og reynum að lifa eðlilegu lífi og eiga eðlileg samskipti í samböndum okkar. Málið er sumir af kærustum okkar eru svo afbrýðisamir að oft verðum við fyrir líkamlegu ofbeldi heima, Þannig í staðinn giftumst við oftast klámmyndaleikstjórum á meðan sumar kjósa lesbísk sambönd.

Þegar við eigum frí erum við eins og zombies / uppvakningar, með bjór í annarri hendi og skot í hinni. Við erum ekki mikið fyrir að taka til svo við búum við í drasli og ógeði. nema þegar við ráðum til okkar hreingerningakonu til að taka til eftir okkur. Klámmyndastjörnur eru eru heldur ekki bestu kokkar í heimi. Að panta inn mat er eðlilegt fyrir okkur, en í flestum tilfellum köstum við upp eftir að við borðum því við erum flestar með búlemíu.

Þær klámmyndstjörnur sem eiga börn.. þá erum við verstu mæður í heimi. Af engri ástæðu  öskrum við á börnin okkar og lemjum þau..  Yfirleitt erum við dópaðar eða fullar og oftar en ekki er það í verkahring ungra barna okkar að pikka í okkur á gólfinu til að vekja okkur. Og þegar við fáum kúnna heim, læsum við börnin okkar inn í herbergi og segjum þeim að þegja.. Ég gaf dóttir minni símboða og sendi hana alltaf út.. og lét hana vita hvenær henni var óhætt að koma heim.

Sannleikurinn er sá að það er enginn dýrðarljómi í kringum klám, þetta er allt lygi. Ef að betur er að gáð þá er ýmislegt sem að klámiðnaðurinn vill ekki að þú sjáir. Sannleikurinn er bara sá að við klámleikkonur sjáum ekki fyrir endann á skömminni og sársaukanum, en við getum ekki hlotið endurreisn einar. Við þurfum ykkur konur og menn menn til að berjast fyrir frelsi okkar og færa okkur mannorð okkar aftur. Við þurfum á ykkur til að halda utan um okkur á meðan við grátum þangað til okkar djúpu sár læknast.  Við viljum að þið hendið klámmyndunum sem við erum í  til að hjálpið okkur að púsla lífum okkar aftur saman. Við þurfum á því að halda að þið biðjið fyrir okkur næstu 15 ár svo guð heyrir og  gefi okkur endurreisn á okkar brotna lífi…

Ekki trúa lyginni lengur. Klám er ekkert annað en uppgert kynlíf og lygar á DVD diski.. Treystu mér.. ég veit!!!

Þetta bréf er tileinkað  öllum þeim klámstjörnum sem hafa fengið HIV, dáið af völdum eiturlyfja eða fyrirfarið sér…

Shelley Lubben var klámstjarna og stundaði líka vændi…. Það var Guð sem breytti lifi hennar. og í dag er hún hamingjusamlega gift og á þrjú börn og helgar líf  einstaklingum sem hafa verið misnotaðir kynferðislega… www.shelleylubben.com .  


Karl Vs Kona 2 listar

69 kostir þess að vera karlmaður:

1. Símtöl vara ekki lengur en 30 sekúndur.

2. Það er nánast alltaf fólk af gagnstæðu kyni sem sést bert í bíómyndum.

3. Þú veist eitthvað um vélar, tæki og tól.

4. Þegar þú ferð í fimm daga frí þarftu bara á einni tösku að halda.

5. Enski boltinn.

6. Biðröðin á klósettinu er miklu styttri.

7. Þú getur opnað sultukrukkurnar sjálfur.

8. Félagar þínir gera ekki veður út af því þótt þú fitnir.

9. Þegar þú flakkar á milli stöðva þarftu ekki að stoppa þótt einhver sé að gráta á einni þeirra.

10. Það veltur ekki á rassinum á þér hvort þú færð vinnu eða ekki.

11. Þú færð alltaf ekta fullnægingu.

12. Þú getur náð þér í kvenmann þótt þú sért með ístru.

13. Þér er hjartanlega sama þótt Pamela Anderson geti ekki leikið.

14. Þú þarft ekki að ganga með handtösku.

15. Þú getur tékkað þig út af hóteli þótt herbergið sé í rúst.

16. Þótt einhver finni að verkum þínum í vinnunni þýðir það ekki að öllum líki illa við þig.

17. Þú færð af þér að drepa það sem þú ætlar að borða.

18. Bílskúrinn þinn er sérherbergi.

19. Þú vinnur þér inn ótal prik hjá hinu kyninu með örlítilli tillitsemi.

20. Þú getur hlegið að Titanic.

21. Þú getur farið í sturtu og skipt um föt á tíu mínútum.

22. Þú getur sofið hjá úti um allar trissur án þess að missa mannorðið.

23. Það eru einhverjir aðrir sem sjá um að hafa áhyggjur af brúðkaupinu þínu.

24. Það þýðir ekki vinaslit þótt einhver gleymi að bjóða þér í veislu.

25. Þú getur keypt þér nærföt — þrjú saman í pakka — á 999 krónur.

26. Enginn af vinnufélögunum getur komið þér til að gráta.

27. Þú þarft ekki að raka þig fyrir neðan háls.

28. Það angrar engan þótt þú sért orðinn 34 ára og enn þá ógiftur.

29. Þú getur skrifað nafnið þitt með gulu í snjóinn.

30. Andlitið á þér er í upprunalegum litum.

31. Þú lítur á súkkulaði sem mat.

32. Þú mátt prumpa.

33. Þú getur setið við hliðina á fólki án þess að finnast þú þurfa að segja eitthvað.

34. Það er sama hvað þú gerir, þú getur alltaf lagað það með blómum.

35. Þú getur farið út í rigningu í bol án þess að það kosti eftirmál.

36. Þér duga þrjú pör af skóm.

37. Þú getur borðað banana á dekkjaverkstæði án þess að kallarnir leggi í það einhverja merkingu.

38. Það má sleppa forleiknum þín vegna.

39. Fyrir þér er Michael Bolton ekki til.

40. Þeir sem eru að segja klámbrandara þagna ekki þótt þú komir inn í herbergið.

41. Þú getur farið úr að ofan ef þér er heitt.

42. Þú þarft ekki að taka til í íbúðinni þótt einhver frá Rafmagnsveitunni sé að koma til að lesa af mælunum.

43. Þú þarft ekki að hafa vit fyrir vinum þínum þótt þeir séu á leiðinni heim með vonlausri stelpu.

44. Bifvélavirkjar ljúga ekki alltaf að þér.

45. Þér er sama þótt enginn taki eftir nýju klippingunni þinni.

46. Þú getur pissað hvar sem er.

47. Þú þarft ekki heitt vax á leggina.

48. Þú skiptir skapi vegna ytri ástæðna, ekki eftir stöðu tungslins.

49. Þér finnst Clint Eastwood góður en þú þarft ekki að fara í megrun vegna þess.

50. Þú hættir ekki við að taka bensín af því að bensínstöðin er sóðaleg.

51. Þú getur setið gleiður sama hvernig þú ert klæddur.

52. Þú færð meira kaup fyrir sömu vinnu.

53. Grátt hár, hrukkur og önnur aldursmerki gera þig flottari.

54. Þú þarft ekki að fara afsíðis þótt þig klæi í kynfærin.

55. Þegar einhver baktalar þig þá er það hans vandamál ekki þitt.

56. Þú sendir frá þér 400 milljónir af sáðfrumum í einu kasti og gætir því tvöfaldað íbúafjölda jarðar í 15 tilraunum.

57. Fólk glápir ekki á brjóstin á þér þegar þú talar við það.

58. Þú getur heimsótt vini þína án þess að færa þeim gjöf.

59. Steggjapartí eru skemmtilegri en gæsapartí — víst.

60. Þú ert í eðlilegu sambandi við mömmu þína og hún er hætt að stjórna lífi þínu.

61. Þú getur keypt þér smokka án þess að apótekarinn ímyndi sér hvernig þú lítur út nakinn.

62. Þú segist ekki vera að fara að púðra á þér nefið þegar þú ert að fara að kúka.

63. Vinur þinn fer ekki í fýlu þótt þú hringir ekki í hann eins og um var talað.

64. Þú þarft ekki að fara heim úr veislu og skipta um föt þótt einhver sé í svipuðum fötum og þú.

65. Það reikna eiginlega allir með því að þú fitnir með aldrinum.

66. Þú mátt lemja sjónvarpið og sparka í sjálfsala ef þetta hlýðir þér ekki.

67. Þú hættir að ganga í skóm sem meiða þig.

68. Þú þarft ekki að muna hvenær allir eiga afmæli.

69. Þótt þú sért ekki hrifin af einhverri stúlku þýðir það ekki að þú megir ekki sofa hjá henni.

Betra að vera kona?:

Já, stundum er það skárra að vera kvenmaður!

1. Þú getur gert fleira en eitt í einu

2. Ef þú ert með bólur geturðu málað yfir þær

3. Þú getur afsakað allt með því að það sé sá tími mánaðarins

4. Þú getur farið í lýtaaðgerð og stært þig af því

5. Maki þinn er alltaf til í að sofa hjá þér

6. Þú gengur fyrir í þau störf sem þú og jafnhæfur karlmaður sækja um

7. Þér er frekar fyrirgefið ef þú lætur einhverja vitleysu út út þér

8. Þú ert falleg nakin

9. Ef þú prumpar í bíó grunar þig enginn

10. Þú borgar lægri skatta en karlar (ert að vísu með lægri laun)

11. Þú ferð fyrst í björgunarbátana

12. Þú mátt keyra eins og hálfviti

13. Það finnst engum skrítið þótt þú hangir langtímum saman inni á klósetti

14. Þú lifir lengur

15. Þú getur feikað fullnægingu

16. Þú manst hvenær allir eiga afmæli

17. Ef þér gengur illa í vinnunni geturu hætt og farið heim og eignast börn

18. Þú getur gengið í bæði kjól og buxum

19. Ef þú missir hárið og þarft hárkollu fattar það enginn

20. Þú getur farið staurblönk á stefnumót

21. Þegar þú ert dónaleg finnst karlinum það kynæsandi

22. Þér er hjálpað ef það springur á bílnum

23. Þú getur tekið vinkonu þína með á klósettið

24. Þú færð börnin ef þú skilur

25. Þú getur saumað fötin á þig án þess að vera talin furðufugl

26. Þú getur eignast barn

27. Það eru opnaðar fyrir þér dyr

28. Þú pissar ekki út fyrir

29. Þú þolir sársauka betur

30. Fólk klórar sér ekki í kynfærunum fyrir framan þig

31. Þú þarft aldrei að kaupa smokka

32. Brad Pitt

33. Þú veist hvort stærðin skiptir máli

34. Þú hefur löglega afsökun til að vera alger tík einu sinni í mánuði


Það sem mamma mundi aldrei segja..

Það sem mamma mundi aldrei segja..

"Vertu nú góður strákur og ég skal kaupa mótorhjól handa þér í afmælisgjöf!"

"Hvernig sérðu á sjónvarpið þegar þú situr svona langt í burtu?"

"Vertu ekkert að klæða þig í jakka. Það er svaka fínt veður."

"Leyfðu mér að þefa af þessum bol…. já, já, þú getur verið í honum í viku í viðbót."

"Mér finnst draslaralegt herbergi bara vera merki um framkvæmdagleði."

"Já, ég skrópaði nú líka stundum."

"Skildu bara eftir öll ljós í gangi. Það gerir húsið bara hlýlegra."

"Nennirðu að hækka aðeins í græjunum. Ég er alvega að fíla þetta.?"

"Hlauptu og náðu í skærin fyrir mig! Flýttu þér!"

"Iss, snúðu nærbuxunum bara við. Það fattar það enginn."

"Ég er ekki með snýtubréf. Notaðu bara ermina á nýju peysunni þinni."

"Nú, ef mömmu hans Tomma er sama, þá er mér alveg sama."

"Auðvitað máttu hjóla í skólann."

"Ég verð á fundi langt fram eftir. Er ykkur ekki sama þó að þið pantið bara pítsu?

 

 


Ríkir foreldrar

Í morgun duttum við óvart inn á þá umræðu sem hefur með efnað fólk að gera. Fullorðið fólk sem á fullt af peningum og börn. Það hringdi til okkar stúlka sem sagði okkur frá því að pabbi hennar hafi gefið henni Range Rover Vouge(Vouge er gott) og helminginn í íbúðinni sem hún á. Þess má geta að þessi stúlka er 20 ára í skóla og vinnur líka með, en punkturinn er sá að ef maður ætti fullt af peningum myndi maður þá ekki gera nákvæmlega það sama, kaupa allt fyrir barnið sitt ??? Ég þekki einn mann sem á fullt af peningum og hann þekkir menn sem eiga fullt af peningum og hjá þeim er þetta allt orðið svo eðlilegt. Þ.e að eiga nokkrar eignir(Íbúðir) og því ekki að leyfa barninu þínu að eiga eina, og bíl með. Þetta þykir þeim ekki óeðlilegt því að þar er horft á þetta þannig að fólk er bara að læra að fóta sig. Hvort það er rétt eða ekki skal ég ekki segja, en þetta er ekkert galið. Ef barnið fær þetta upp í hendurnar þá er það barnsins að spila rétt úr því og læra að reka þetta allt saman, sama hvort það fær peningana til þess eða ekki. Ég veit það bara að ég á 3 börn og ef ég ætti peninga og það mikið af þeim að ein íbúð til eða frá skipti mig ekki máli þá myndi ég líklega gefa þeim allt sem ég gæti til að þau myndu hafa það sem best. En hitt er annað að með auð kemur ábyrgð og það er það sem ég myndi leggja áherslu á að þau myndu læra strax.. Krakkar ríka fólksins verða fyrir töluverðu áreit frá fólki, “tilhvers ert þú að vinna gefur pabbi þinn þér þetta ekki bara”, og margt fleira í þessum dúr. Er þetta ekki bara vegna þess að við erum full af öfund…Hver myndi ekki vilja fá frían Range Rover, ég bara spyr. Nú skulum við bara samgleðjast þeim sem eru ríkir og vona að þau öll geti notið auðæfanna á hvaða hátt sem er.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband