Það sem mamma mundi aldrei segja..

Það sem mamma mundi aldrei segja..

"Vertu nú góður strákur og ég skal kaupa mótorhjól handa þér í afmælisgjöf!"

"Hvernig sérðu á sjónvarpið þegar þú situr svona langt í burtu?"

"Vertu ekkert að klæða þig í jakka. Það er svaka fínt veður."

"Leyfðu mér að þefa af þessum bol…. já, já, þú getur verið í honum í viku í viðbót."

"Mér finnst draslaralegt herbergi bara vera merki um framkvæmdagleði."

"Já, ég skrópaði nú líka stundum."

"Skildu bara eftir öll ljós í gangi. Það gerir húsið bara hlýlegra."

"Nennirðu að hækka aðeins í græjunum. Ég er alvega að fíla þetta.?"

"Hlauptu og náðu í skærin fyrir mig! Flýttu þér!"

"Iss, snúðu nærbuxunum bara við. Það fattar það enginn."

"Ég er ekki með snýtubréf. Notaðu bara ermina á nýju peysunni þinni."

"Nú, ef mömmu hans Tomma er sama, þá er mér alveg sama."

"Auðvitað máttu hjóla í skólann."

"Ég verð á fundi langt fram eftir. Er ykkur ekki sama þó að þið pantið bara pítsu?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband