Svona eru karlarnir margir hverjir..

Lífshlaup karlmannsins 
Barnaskólaárin eru mörgum fersk í minni
því miklar verða breytingar á líkamsstarfseminni.
Okkur fer þá bráðlega að leiðast lestrarstritið
og læðist út í kroppinn fyrsta hvolpavitið.


Svo í kring um fermingu þá fá menn bassaróminn
og finnst þeir vera tilbúnir að kanna leyndardóminn.
En þetta er oftast klúður og klaufalegir fundir
því kynlífið á líka sínar raunastundir.


Fram að tvítugsaldrinum er talsvert um að vera.
Taumleysið er algjört og mikið oft að 
gera,
því núna er það fjöldinn sem mestu máli skiptir
og mörgu Grettistaki um næturnar þú lyftir.


Frá tvítugu til þrítugs blómstrar lífsins leikur,
löngunin er stöðug og andi holdsins veikur.
Þú lætur eins og knapi á ljónfjörugum hesti.
Þig langar til að 
gera það á klukkutíma fresti.


Frá þrítugu til fertugs eru gjarnan góðar stundir
geysilegur vilji og margir ástafundir.
Af talsvert meiri nákvæmni þú tilfinningar metur
þú treinir þetta lengur, þú gerir þetta betur.


Síðan næsta tímabil fram að fimmtugsaldri
finnst þér alveg sjálfsagt að beita nýjum galdri.
Kroppurinn er fullur af fiðringi og vonum
þú ferð að vilja sofa hjá miklu yngri konum.


Þessi löngun fylgir þér fram á sextugsaldur
þér finnst þú vera töffari og svakalega kaldur.
Um sextugt fer að hrella þig viðsjáll vöðvaslaki,
þú verður oftast þreyttur og tollir illa á baki.


Um sjötugsaldur finnst þér aftur fjörið vera að lægja,
þú ferð nú yfirleitt að láta gömlu brýnin nægja.
Það miðar hægt ef vindurinn stendur beint á stefnið
þú stundar þetta bara til að halda þér við efnið.


Um áttrætt virðist sjálfsagt að hafa hug á konum
í hjartanu er ylur og löngunin að vonum.
Þér finnst það skipta miklu hjá meyjunum að vera
en manst þá stundum ekki hvað þú ætlaðir að 
gera.


Eftir þennan tíma er löngun best að leyna
að láta ekki glepjast þó konan vilji reyna.
Í átökunum getur sálin gengið úr öllu lagi,
þú gætir orðið bráðkvaddur úr ellireiðarslagi.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband