Nýtni eða sýki

Nú er maður í sumarfríi og það er farið að koma í ljós að ég er kannski bara best geymdur í vinnunni. Nú þegar ég hef allan þennan tíma heima hjá mér kemur enn og aftur í ljós að við erum stundum dálítið ólík þ.e ég og frúin mín. Ég veit ekki með ykkur, en ég bara horfi alls ekki sömu augum á ákveðna hluti og konan. T.d nú í kvöld var verið að taka til í skápunum í eldhúsinu og það kom á daginn að í kryddskápnum var til kryddstaukur sem heitir "Kjöt og Grill" og blessaður staukurinn var tómur. En í kryddskápnum var líka til pokaútgáfa af þessu sama kryddi(sem eru algjörlega óskiljanlegar umbúðir fyrir krydd) sem var fullur. Spúsa mín rétti mér pokann(knorrpoki) og segir "fylltu á staukinn fyrir mig". Ég horfið á hana í smá stund og bölvaði svo þessari asnalegu hugmynd að hafa krydd í pokum, og gafst náttúrulega upp á endanum við að hella úr bévítans pokanum því allt fór út um allt.  Ég ætlaði að henda pokanum og var raunar búinn að því, þegar ég fæ ræðuna um að það væri sko nóg eftir í pokanum til að fylla staukinn, og að þetta nægði á c.a 4 kjúklinga..!!! Það var þarna sem ég fór að hugsa að það er ábyggilega ekki óalgengt að við karlmenn hendum bara á meðan konan nýtir. Sumar konur eru nýtnar en aðrar eru hreinlega sjúkar með þessa hluti. Ég veit að það eru pottþétt einhverjir karlmenn þarna úti sem kannast við þetta, og eflaust konur líka. Má ekki henda neinu, því það er bara einhvern veginn ekki rétt eða hvað?. 

Mbk, Svali í fríi heima að fara í gegnum skápana. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HÆ hæ jú ég kannast við þetta ég er mjög mikið fyrir að henda eins og með kryddið bóndinn vill helst ekki henda neinu hvað þá snúrum ég er alveg samála þér að þetta er bara vesen að hafa þetta í þessum pokum það er bara leiðinlegt að filla á staukana með þessu er komin tími til að finna einhvað nýtt

Írena (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 17:22

2 identicon

alveg hjartanlega sammála þér Svali með þetta......     

Kobbi...... (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband