Lífið er yndislegt, ég geri það sem ég vil....

Ég get ekki lýst því með orðum hvað ég er að njóta þessa langþráða sumarfrís sem ég er í núna. Ekki það að mér finnist leiðinlegt í vinnunni, alls ekki, heldur bara það að geta frjálst um höfuð strokið og notið sín út í ystu æsar, og sofið út!!  Já, sofið út. Það er eitt af því sem ég elska að gera, ég er nefnilega í rauninni þessi næturbröltari sem elskar að vaka á næturnar og sofa út fram eftir morgni. Þess vegna var það heilmikil áskorun þegar ég tók þá ákvörðun að ganga til liðs við morgunþáttinn Zúúber, og þurfa að vakna fyrir allar aldir á morgnanna. En þegar ég ar að vinna, miða ég við að vera komin á fætur kl. 5:15 á morgnanna þar sem ég á að vera mætt eigi síður en 6:15. Og það er ótrúlegt hvað það hefur heppnast vel, en það er auðvitað dagamunur í þessu eins og öllu öðru..

 

En allavega, ég er í frí núna og þarf lítið að hugsa um klukkuna. Ég hef sofið út alla dagana, og fæ ekki einu sinni samviskubit.  Merkilegt samt hvernig likamsklukkan í okkur virkar. Þrátt fyrir að klukkan mín sé stillt til að vekja mig ekki seinna um 12 um hádegi, þá glaðvakna ég alltaf kl. 5:15 á morgnanna. Það er eins og líkaminn sé bara stilltur inná það að þá eigi ég að vakna og gera mig klára í vinnunna. Ótrúlegt fyrirbæri! En það er ekki þar með sagt að ég fari eitthvað á fætur að dúlla mér, heheh nei, mín snýr sér bara á hina hliðina, dregur sængina betur yfir sig og heldur áfram að sofa, þar er akkúrat kikkið sem ég er að upplifa í fríinu.... yndislegt líf í alla staði, sem ég ætla að halda áfram að njóta...

Þangað til næst

Sigga Lund 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún lýgur þessu, hún kannski vankar um 5 en sofnar strax aftur meira segja þótt hún sé búin að klæða sig þá sofnar hún aftur. Ussssss Frú Sigríður svefnburka

kv Gassi

Gassi (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 22:30

2 identicon

tíhí !! get vel trúað því uppá Siggu    ég er sjálfur að reyna að vera í fríi, en ég vakna fyrir allar aldir og vek börnin og beint í sund.....   

glaumur og gleði hérna megin sko....

kveðja Kobbi

kobbi ... (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband