Hvað er "Turn Off" og ekki !!

Var staddur í hádegisverði í dag með félaga mínum og nokkrum kunningjum, þar kom til tals hvað væri það neyðalegasta sem við hefðum lent í í svefnherberginu. Eins og gefur að skilja var þó nokkuð mikið rætt þarna og besta að vera ekkert að skrifa um það hér, en ein frásögnin greip mig. Hún var um það að ungur drengur hitti konu sem hafði eignast barn 6 mánuðum áður og átti hittingur sér stað á kaffihúsi borgarinnar. Það voru nokkrir öllarar drukknir af báðum aðilum og brátt kom að því að þau ákváðu að fara heim saman. Heima hjá henni beið eldri systir hennar sem var að passa barnið, en hún kvaddi um leið og þau komu inn. Upphófst kelerí sem leiddi til þess að spjarirnar voru tíndar smátt og smátt af.. Þegar þau voru komin úr að ofan fann drengurinn fyrir því að hann væri  allur blautur á skrokknum. Hann stoppar keleríið og fer að velta þessu fyrir sér, þá segir hún snögglega við hann" Æi þetta er bara mjólkin úr brjóstunum á mér, ég sleiki þetta bara af þer´".. Og það er skemmst frá því að segja að hann kvaddi samkomuna.... Ég spyr, Hvað hefðir þú gert??

Mbk, Svali 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hefði beðið hana að sprauta mjólk yfir mig

DoctorE (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 17:28

2 Smámynd: mongoqueen

LOL

mongoqueen, 19.7.2007 kl. 21:18

3 identicon

getum við  ekki kýlt þetta aðeins upp.. átt-ekki Nesquick ?

BéTé (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 06:57

4 identicon

gæti ekki verið eðlilegra....   tíhí   bara meiri stemming.....

kobbi (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 01:08

5 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Erum við að tala um mjólkur-óþol í þessu tilfelli ? 

Kjartan Pálmarsson, 22.7.2007 kl. 01:11

6 identicon

Ég mundi halda að þetta ætti frekar að vera turn on afþví að þetta sýnir að konan sé mjög æst..

Hildur (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband