27.3.2008 | 20:05
Hvernig á að mótmæla??
Mig langar til að velta einu upp hér á blogginu. Það er mikið talað um þessi mótmæli sem áttu sér stað í dag í Ártúnsbrekkunni, sem ég persónulega er verulega ánægður með. Og það nýjasta sem er skrifað hér í fréttum á mbl er að slökkviliðið sé ósátt við að hafa ekki fengið að vita neitt fyrir fram og því hafi trukkabílstjórar skapað hættu ástand. Skil að það sé hægt að setja athugasemd við þetta, en eru mótmæli af þessari stærðargráðu ekki einmitt til þess að skapa vandræða ástand í þjóðfélaginu. Mér finnst ekki rétt að vísa allri ábyrgð á bílstjóranna í dag. Ég myndi algjörlega vísa ábyrgðinni á stjórnvöld sem hingað til hafa ekki ætlað sér að breyta neinu. Það hefur hvergi komið fram hjá þeim að grípa þurfi í taumana á þessum hækkunum, ekki bara fyrir atvinnubílstjóra heldur almenning líka. Það er algjör doði yfir stjórnvöldum og það þarf að taka til harkalegra aðgerða. Ef þeir sem ætla að mótmæla ætla að taka til allra þeirra sem gætu þurft að vera á ferðinni, þá verða aldrei mótmæli. Það er alveg á hreinu. Slökkviliðið þarf að fleiri en eina leið út úr borginni ef eitthvað fer úrskeiðis t.d einhverjar náttúruhamfarir eða eitthvað í þá áttina. Það eiga bara að vera til plön að mínu mati.
Mbk, Svali.
P.s gangi ykkur vel drengir og stúlkur sem ætla að mótmæla.
Athugasemdir
Kjartan Pálmarsson, 31.3.2008 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.