Æfingar

Jæja kæru vinir. Nú erum við Zúúber liðar búin að vera í átaki frá því í lok Október. Það er skemmst frá því að segja að við vorum öll frekar nervös við að fara af stað í þetta því ekkert okkar vissi hvað var framundan, en svo er þetta bara búið að vera svo hrikalega gaman að það er bara ekki séns að hætta. Sigga hefur staðið sig með mikilli prýði og minnkað svo um munar um leið og hún er að bæta á sig massa, þ.e vöðvamassa. Svali hefur bætt sig töluvert líka og er það þolið sem er komið miklu betra horf. Gassi er kominn af stað í æfingum þó að hann hafi ekki byrjað strax sökum brjósklos, en hann er kominn gang og miðar bara mjög vel.. Við borðum hollt og gott á Nings, Svali og Sigga halda mest upp á rétt 61 og borða bara hálfan skammt, en Gassi er í 68  hálfum skammt. Kíktu á matseðilinn hjá Nings, hann er ódýr og góður. Við erum líka með fæðubótarefni frá Hreysti, og mælum með því að fólk leiti sér ráðgjafar hjá þeim því það er mjög mikilvægt að allt blandist rétt saman. Matur, æfingar og fæðubótarefnin. En við látum ykkur fylgjast með næstu daga hvernig gengur..

Mbk, Zúúber


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband