Dagurinn í dag hjá Svala

Jæja, nú er þátturinn búinn og maður þegar búinn að borða abt, 1 bana, 1 epli og 2 grófar brauðsneiðar og ég er að farast úr hungri núna.. Bíð spenntur eftir að komast á Nings fæ mér líklega hálfan 61 sem að mínu mati er besti rétturinn. Á svo stefnumót við Herra Evert Crossfit brjálæðing kl 14:00..  Ég þarf að fá mér Recovery drykk frá Hreysti áður en ég fer svona ca. 30 min fyrir æfingu og þá ætti hann að vera kominn í sístemmið þegar æfingin byrjar.. Það er lyfta þungu í dag með mörgum endurtekningum æfing sem heitir Grace, getur skoðað hana á crossfiticeland.is . Protain drykkur í kjölfar æfingarinnar má ekki klikka og svo fær maður sér Creatin þegar heim er komið.. Þá tekur við enn ein átan, fæ mér líklega sólkjarnabrauð í dag með hnetusmjöri en ekki fl en 2 stk.. Bíð svo spenntur eftir kjúllanum í kvöld.. þá er bara ein máltíð eftir og verður það einhvertímann um 21:00... veit ekki hvað skal eta þá, gæti orðið ommiletta. Dísuss maður gerir ekkert annað en að snæða. Var mældur í dag og er kominn í 10,5% fitu sem er gott.. Var 15 % í november.. er Orðinn 72. kg og 64,8 kg í massa. 

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband