Pabbi hvernig kemst barnið inní mömmu?

Jú sonur sæll, sko jú sjáðu til....

Hvað segir maður þegar 5 ára strákur spyr pabba sinn að því hvernig barnið í maga mömmu komst þangað inn. Það var þannig að sonur minn kom með þá spurningu í gær.  Ég var nú ekki lengi að útskýra fyrir syni mínum hvernig barnið sem liggur nú flatmaga í kviði mömmu, hefði komist þangað inn.
Svona sagði ég honum hvernig þetta gerðist.

1. þegar mömmur eru ungar safna þær miklum fjölda af Barbie dúkkum sem þær stjana við og klæða upp.
2. Þegar þær komast á ákveðinn aldur safna þær öllum dúkkum saman í kassa sem síðar fer svo til geymslu, eða þangað til þær vilja ala barn.
3. Þegar að stóru stundinni kemur fer mamma í geymsluna og nær í þennan kassa sem hún hafði fyrir mörgum árum áður pakkað dúkkunum í.
4.Ég og mamma þín setjumst svo niður og skoðum dúkkurnar saman og ákveðum hver þeirra verður fyrir valinu sem bróðir eða systir þín.
5. Að því loknu förum við svo saman til læknis sem kemur dúkkunni fyrir í maga mömmu, og dúkkan vex og dafnar inní kvið mömmu þinnar. Já sonur sæll svona verða börnin til.

....En pabbi, hvernig kemst dúkkan út????????

10 mín, seinna kom ég að syni mínum bragða á bardakalli sem hann á í herbergi sýnu,
Svarið sem ég fékk!  ÉG ER AÐ BÚA TIL BARDAGABARN PABBI


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tekinn!!

Emil (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 19:32

2 identicon

shit..Hahaha..þú átt æðislegan krakka!:D

Gúrkaan (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 14:07

3 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Minn sonur hefur engan áhuga á að vita hvernig hann komst inn. Hann vildi hins vegar vita hvernig hann komst út. Við vorum að ræða þetta í bílnum á leiðinni í klippingu og þegar við mættum til Geirs, klippigaurs, sagði guttinn yfir alla hárgreiðslustofuna "HÆ ÉG VAR I KLOBBANUM Á MÖMMU" 

æ vottever... u had to be there..........

Aðalheiður Ámundadóttir, 26.6.2007 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband