25.6.2007 | 08:01
Konur og brjóstagjöf
Hvernig er það með frændfólk og ömmur.
Nú eigum við hjónin von á okkar 3 barni þannig að ég hef smá reynslu af þessum barneignum.
Hvaða maður sem hefur staðið í þessum sporum hefur ekki tekið eftir þessari spurningu sem brennur á vörum flestra skyldmenna eftir fæðingu
( ERTU EKKI DUGLEGUR AÐ VAKNA MEÐ HENNI Á NÓTTINNI ÞEGAR HÚN ER AÐ GEFA )
Ég spyr!
hvers vegna eigum við karlmenn að vakna á nóttinni þegar þær eru að gefa ungabarninu að drekka.
Eigum við kannski að leggjast á hitt brjóstið.
Kv. Gassi
Athugasemdir
Sko nú eigum við konan von á 6 barninu og oftast hefur það verið þannig að ég hef tekið jafn mikinn þátt í að gefa barninu/börnunum.Og auðvitað leggjumst við ekkert á hitt brjóstið það er nokkuð sem að kallast brjóstapumpur sem að þú hún getur nottað ættir kannski að gefa konunni þinna það í Sængurgjöf ?
Einar E (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 09:11
Gassi minn Barn númer 3 ? Ég hafði bara ekki hugmynd að þú ættir 2 fyrir.
Vertu duglegur að vakna með henni og færa henni heitt te eða vatn. Það þýðir ekki bara að liggja eins og hvalur og hrjóta á meðan að hún sér um að næra það yngsta.
+ hættu svo að perrast þetta með hana Siggu og barminn hennar er hún ekki frænka þín ????
Kveðja Karó
Karó (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 14:15
Brjóstapumpu í sængurgjöf ..... ertu galinn drengur Það yrði skilnaðarsök...ég er að segja þér það!
Aðalheiður Ámundadóttir, 26.6.2007 kl. 22:55
Hahaha, bara að vakna og vera henni innan handar ef hana vantar eitthvað. Ekki þægilegt að vera með barn á brjósti og þurfa eitthvað og vera að burðast með barnið fram eða e-ð. Betra að hafa kallinn til að hjálpa sér ef eitthvað þannig kemur uppá :)
Eva Björk (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 05:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.