Ertu Vinnualki? Þetta var mikið rætt í Zúúber í morgun.

Ég var svo yfir mig hlessa þegar ég var að lesa grein um vinnualka á netinu í gær. Ég hef aldrei gert mér grein fyrir því hversu alvarleg þessi fíkn er. Við íslendingar göntumst oft með það og segjum "Ég er vinnualki" og við notum þetta orð á mjög svona hversdagslegan hátt og gerum okkur ekki grein fyrir hversu alvarlegur sjúkdómur þetta getur verið. Það er kannski ekki furða, Íslendingar eru vanir að vinna myrkranna á milli eins og ekkert sé eðlilegra.

Að vera vinnualki eða vinnufíkill er jafnalverleg fíkn og hver önnur fíkn. Og eins og með hverja aðra fíkn, er endastöðin aldrei góð ef ekkert er að gert.  Ert þú vinnufíkill? Tékkaðu á því.  Til gaman þýddi ég þann  hluta af greininni sem farið er yfir byrjunareinkennin á þessum kvilla. Kannastu við eitthvað að þessu?

 

Byrjunareinkenni vinnualka….

 

Það er laugardagskvöld og þú ert heima.. að vinna.  Venjulegt fólk notar þennan tíma yfirleitt til að setja lappirnar upp í loft, slappa af og jafnvel fá sér nokkra bjóra og skemmta sér í góðra vina hóp, en ekki lengur.  Síðan þú fékkst stóru stöðuhækkunina, þá ákvaðstu að núna væri vinnan í fyrsta sæti.

Að vinna heima annað slagið er ekki svo slæmt eftir allt saman, ekki satt? Rangt! Um leið og það er orðin partur að venjulegri rútínu þinni að vinna heima, þá ertu án efa að hefja nýjan feril sem vinnualki

Vinnualki er orð sem hljómar eins og hinn eðlilegasti hlutur  fyrir þá sem ætla að klifa metorðastigann. Og þar sem samkeppni ríkir í vinnuumhverfi eru vinnualkar orðið algengt vandamál. Vinnualka lýsum við sem einstakling sem hefur við fíkn að stríða varðandi vinnu sína.  Eins og hvert  önnur fíkn er vinnufíkn slæm. hún hefur áhrif á þig, vini þína og fjölskyldu. Yfirmenn gætu líka stundum haldið því fram við starfsmenn sína, að ef þeir vinna mikla yfirvinnu muni þeir afkast feikna miklu. Þeir hafa rangt fyrir sér þegar til lengra tíma er litið. 

Því meira sem þú hefur að gera, og því meira verður álagið. Því meiri skaða uppskerðu andlega, líkamlega, heilsulega og félagslega. Ef þú heldur það að vera vinnualki sé eitthvað til að dáðst að, þá skaltu hugsa þig betur um. Á endanum á þessi fíkn eftir að skaða feril þinn frekar en að hjálpa honum..
 

Að taka vinnuna með sér heim

Einkenni

Þegar vinnudegi líkur hjá flestum, heldur þinn áfram. Það gæti verið kvöldstund, eða helgi eða jafnvel fríið þitt. Það skiptir ekki máli.

Þegar vinnualki er ekki að vinna að einhverju verkefni, þá leiðist honum, hann finnst hann vera afkastalítill, eða verra, hann er að deyja úr áhyggjum yfir því  að vera ekki að gera neitt. Staðreyndin er hins vegar sú, að þegar þú hættir ekki að vinna þegar þú ættir að gera það, mun það á skerða afköst þína og frammistöðu þína í starfi þegar til lengri tíma er litið. Og ekki bara það, þú stofnar heilsu þinni í hættu, færð oftar hausverki og án efa muntu upplifa þig einangraða í meiri mæli. 

Lausn

Ef þú ert stanslaust að vinna heima hjá þér, þarftu að endurheimta friðinn og rólegheitin sem eiga að ríkja þar. Heimilið þitt á ekki að vera skrifstofa þín. Þetta er auðveldara sagt en gert,  en byrjaðu á því að fylgjast með hversu miklum tíma þú eyðir í vinnu heima og skráðu þá tíma hjá þér. 

 Uppfrá því skaltu gera plan til að minnka þá tíma sem þú sinnir vinnunni heima. Farðu samt hægt í sakirnar. Taktu lítil skref í einu. Það væri ekki vitlaust að byrja a því  að setja sér það markmið að vinna ekki heima einn dag í viku. Gerðu þér grein fyrir því,  að eins og með aðra fíkn munt þú  þú munt upplifa fráhvarfseinkenni, allavega til að byrja með.  Þunglyndi og kvíði er það sem flestir upplifa. En vittu til, ef þú tekur á þessu muntu aldrei sjá eftir því í framtíðinni,.


Á meðan þú ert að eiga við þessar breytingar sjáðu til þess að fá nægan svefn og borðaðu hollan mat. Og þegar þú skipuleggur þitt næsta frí, skaltu líka sjá til þess að vinnan komi þar hvergi nærri. Þegar þú ert að taka þér frí, þá er það bara skilyrði að þú flækir það ekki með vinnu. Þetta er tíminn sem þú átt að slaka á og hlaða batteríin. Þess vegna er það kallað frí.

  Hugurinn er alltaf við vinnuna / Þú aftengir þig aldrei

 

Einkenni

Þú ert kannski ekki alltaf  í vinnunni í bókstaflegri merkingu, en samt sem áður miðast allt sem þú gerir við vinnuna. Mikilvægir viðskiptavinir þínir og starfsfélagar hafa allir númerið þitt og hringja í þig hvenær sem er þegar þeir þurfa á að halda.  Þú skilur aldrei við fartölvuna þína  ef að þú þyrftir að kíkja á póstinn rétt sem snöggvast, eða kíkja á önnur skjöl.  Með þessu ertu bara að gefa í skyn að þú ert alltaf reiðubúinn, og vinnan er enn og aftur komin í fyrsta sæti fram yfir allt annað. Þegar þú ert komin í þessi spor, þá muntu aldrei gefa þér tíma fyrir áhugamálin eða félagslífið sem er mikilvægt að njóta líka.

  

Lausn

Ef að þú ert tengdur við vinnunna 24/7. Er komin tími til að breyta aðeins til og athuga hvort þú getir ekki tileinkað þér annan lífstíl.  Það þýðir að það er komin tími fyrir önnur uppfyllandi verkefni  sem mun fylla þig og líkama þinn af krafti og orku.  Og það sem væri tilvalið er að velja áhugamál sem ertu þvert á það sem þú ert vanur að gera. Ef að vinnan sem þú vinnur heldur þig inni. Veldu þá áhugamál sem eru utandyra, eins og að skokka eða hvað sem er.  En galdurinn er að velja eitthvað sem þér þykir gaman svo að þú komir jafnvægi á lífstíl þinn þegar kemur að vinnu og afslöppun.


Til að halda þessu jafnvægi, þá er ekki vitlaust að leita ráðgjafar. Oft eru nýjar hugmyndir og einhver sem hlustar það sem getur gert kraftaverk, og það sem meira er það  kemur  jafnvægi á hug og sál til að takast á við breytingarnar. Hafðu bara í huga að þegar þú ert farinn að finna að þú ert ekki jafntengdur vinnunni og áður kemur samviskubitið og nagar þig.  Ekki leyfa því gera það. Haltu bara þinni stefnu, þú kemst yfir þetta að lokum.

 

Neitar að deila ábyrgðinni…

Einkenni

Í þessu kapphlaupi þínu til að ná langt og ná árangri, ferðu að trúa því sjálfur, að að þú ert besti aðilinn til að leysa öll verkefni fyrirtækisins.  Og vegna þess að þú vilt eins mikla dýrð og mögulegt er, tekurðu að þér öll verkefni til að toppa alla aðra.  Ekki bara það að þetta gerir þig að óþolandi samstarfsmanni/konu þetta gerir þig að einstaklingi sem erfitt er að vinna með, heldur að þegar til lengri tíma er litið mun þetta álag skaða þig. 

Lausn

Það að þú vilt ekki deila ábyrgðinni getur breyst ef þú skoðar betur þau verkefni sem þú tekur að þér og bætir samskiptin þín við aðra í vinnunni. Þú þarft ekki að taka að þér öll verkefnin sem rétt eru að þér. Ekki gera það.  Skipulegðu heldur  vinnu þína í kringum markmið þín í lífinu, en ekki öfugt.  Hugsaðu út í hvar þú vildir vera  og hvernig þú raunverulega þú vildir eyða tíma þínum. Að brenna út , gerir þér engan greiða.



Þú ert alltaf talandi um vinnuna.

Einkenni

Það gætu verið vinir þínir og það gæti verið konan þín. Ef einhver nennir að hlusta ertu meira ein tilbúinn til að tala um vinnuna, og helst eins mikið og mögulegt er.  Kannski er það eitt verkefnið sem þú ert að vinna að , eða einhver yfirmaðurinn sem þú ert í fílu út í, hvort sem það er  þú verður bara að tala um það.

 

Auðvitað er leyfilegt að tala aðeins um vinnuna í góðra vina hópi, en í þínu tilfelli beinist athygli þín ekki að fólkinu sem er næst þér. Þín samskipti er ekki við þau, samskipti þín eru við vinnuna, um leið breytist fólkið þitt í einhverja fylgihluti.

Um leið og þú ert að skaða þitt persónulega líf með því að hafa vinnuna í fyrsta sætir, ertu líka að fæla frá þér fólkinu sem þér þykir vænst um.

Lausn

Það sem er að gerast í vinnunni hjá þér núna skiptir þig kannski máli, en það þarf ekki að vera eins vinsælt hjá öllum í kringum þig. Fjölskylda þín og vinir óska þess eins að þú verðir hamingjusamur, en þú verður líka að passa að gefa þeim athygli líka. Vertu bara hreinskilinn og spurðu fjölskyldu þina hvernig allt þetta tal um vinnuna hefur áhrif á þau. Það verður kannski ekkert auðvelt fyrir þig að  heyra hreinskilnu svörin, en það er skref í rétta átt.

 

 

Ég læt þetta duga í bili og vona að þetta hafi orðið til gagns og gamans fyrir einhvern :)

 

Bestu kveðjur

 

Sigga Lund

 

 




 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún

Jább ég er það, ég er í 3 vinnum og fer létt með það, mig vantar meira segja þá 4.....vantar ykkur nokk staff

Guðrún, 25.8.2007 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband