Ríkir foreldrar

Í morgun duttum við óvart inn á þá umræðu sem hefur með efnað fólk að gera. Fullorðið fólk sem á fullt af peningum og börn. Það hringdi til okkar stúlka sem sagði okkur frá því að pabbi hennar hafi gefið henni Range Rover Vouge(Vouge er gott) og helminginn í íbúðinni sem hún á. Þess má geta að þessi stúlka er 20 ára í skóla og vinnur líka með, en punkturinn er sá að ef maður ætti fullt af peningum myndi maður þá ekki gera nákvæmlega það sama, kaupa allt fyrir barnið sitt ??? Ég þekki einn mann sem á fullt af peningum og hann þekkir menn sem eiga fullt af peningum og hjá þeim er þetta allt orðið svo eðlilegt. Þ.e að eiga nokkrar eignir(Íbúðir) og því ekki að leyfa barninu þínu að eiga eina, og bíl með. Þetta þykir þeim ekki óeðlilegt því að þar er horft á þetta þannig að fólk er bara að læra að fóta sig. Hvort það er rétt eða ekki skal ég ekki segja, en þetta er ekkert galið. Ef barnið fær þetta upp í hendurnar þá er það barnsins að spila rétt úr því og læra að reka þetta allt saman, sama hvort það fær peningana til þess eða ekki. Ég veit það bara að ég á 3 börn og ef ég ætti peninga og það mikið af þeim að ein íbúð til eða frá skipti mig ekki máli þá myndi ég líklega gefa þeim allt sem ég gæti til að þau myndu hafa það sem best. En hitt er annað að með auð kemur ábyrgð og það er það sem ég myndi leggja áherslu á að þau myndu læra strax.. Krakkar ríka fólksins verða fyrir töluverðu áreit frá fólki, “tilhvers ert þú að vinna gefur pabbi þinn þér þetta ekki bara”, og margt fleira í þessum dúr. Er þetta ekki bara vegna þess að við erum full af öfund…Hver myndi ekki vilja fá frían Range Rover, ég bara spyr. Nú skulum við bara samgleðjast þeim sem eru ríkir og vona að þau öll geti notið auðæfanna á hvaða hátt sem er.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kobbi Trukkakall.....

ég myndi gera nákvæmlega það sama og þessir góðu pabbar við myndum flest bregðast svona við það er alveg klárt og þessi umræða í morgun snérist meira um að það var fólk þarna úti að drepast úr öfund og sjálfsagt eru það ósjálfráð viðbrögð hjá mörgum en ég samgleðst þessari stúlku að eiga allt þetta og auðvitað þarf hún örugglega að hafa fyrir hlutunum eins og aðrir bara öðruvísi....

Kobbi.....

Kobbi Trukkakall....., 4.9.2007 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband