Karlar og grillkunnátta þeirra..

Ég vil byrja á að taka það skírt fram að þetta á ekki við um alla karlmenn en helvíti marga þó. Við fengum sendan póst til okkar fyrir nokkrum dögum sem innihélt uppskrift að grillmennsku karla. Þar var verið að tíunda hvað karlmenn gera í raun lítið þegar kemur að því að grilla, drekka eiginlega bara bjórinn og brenna kjötið Auðvitað var þessi listi ýktur að hætti allra lista sem ganga á netinu, en það var svo margt skemmtilegt á bakvið hann.. Hver kannast ekki við það að þegar það á að grilla erum við(karlmenn) bara búnir að hugsa um kjötið, sósuna og kannski kartöflurnar. Diskar, áhöld,sósuskál og ausan var ekki alveg inn í myndinni þegar það var ákveðið að grilla. Hvað þá að við séum búnir að athuga hvort fetaosturinn, ferska salatið, servétturnar, dúkurinn, réttu glösin og allt það sé klárt.. Við erum bara hugsa um stemmninguna. Ég meina grillkjöt er gott, en það toppar ekki piparsteikina sem frúin gerir stundum, ástæðan fyrir því að við grillum er ekki hversu gott það er. Heldur stemmningin í kringum það að grilla og við karlmennirnir,  við lítum æðislega vel út fyrir að hafa eldað og frúin gengur því frá að sjálfusér án þess að það sé rætt.  Karlmenn vilja helst grilla í hópum, þú veist, 2 upp í 10 úti á svölum að spjalla, drekka bjór og snúa kjötinu. Það bara fer karlmönnum vel, og því erum við grillarar. Nú spyr ég, sérð þú fyrir þér 8 konur vera að stumra yfir grillinu úti á palli/svölum???? Nei, ég hélt ekki.

Mbk, Svali. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahaha, nei veistu ég sæi ekki 8 konur vera úti á svölum að grilla, jú jú það væri kannski hægt en þær væru allar með puttana í þessu og setja út á og nei ég myndi gera þetta svona og önnur segir nei veistu ég myndi gera þetta hinsegin.  hehe. konur eru konum verstar.

kveðja Magga Herbó

Magga (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 15:57

2 identicon

ég sé það reyndar ekki fyrir mér heldur, enda vita konurnar það að ef þær eru átta saman að stumra yfir grillinu myndi máltíðin enda sem kjöt og kartöflur og búið og enginn fengi ráðlagðan dagsskammt af vítamínum... því við vitum það öll...

 Ef konurnar sjá ekki til þess þá verður það ekki gert.

Inga (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband