Nærbuxnalaus í röntken

ÉG var að koma úr segulómun rétt í þessu. Verð nú að segja, að það er hálf asnalegt af Hr.Guðlaugi Þór að bjóða gestum LSH ekki uppá nærfatnað til að vera í við slíkar myndatökur. Eins og hlustendur Zúúver vita þá finnst undirrituðum gott að vera nærfatalaus. Það gefur ákveðið svigrúm fyrir herlegheitin, já eða hann Palla pínulitla eins og við Svali köllum "lelleven" En eins og fyrr segir þá fór ég í segulómun og tóku á móti mér 2 myndarlegar konur á besta aldri. Mér er vísað í klefa og sagt að afklæðast og fara í þunnann LSH slopp sem náði mér niður fyrir mitti. ÚPPS hugsaði ég! ég er bara að fara í heilamyndatöku, hversvegna þarf ég að fara úr öllu? ( vitandi að ég væri ekki í nærbuxum ) jú jú vinur það er bara svona, úr skildi ég fara. Nú voru góð ráð dýr. Ég vippaði mér í buxurnar aftur og fór að leita að LSH nærbuxum um alla deild sem ég svo ekki fann. Nú starði ég á sjálfann mig í spegli ná fölur og skömmustulegur, en viti menn maður eins og ég deyr ekki ráðalaus frekar en fyrridaginn. Ég vippaði mér úr bolnum og klæddi mig í hann eins og um buxur væri að ræða og þannig fór ég í myndatökuna með bros á vör ( þótt ég verði ábyggilega aðhlátursefni í kaffitíma þeirra á morgun ) Hr Guðlaugur Þór heilbrigðisráðherra, farðu að hafa nærbuxur í skiptiklefnum LSH Gassi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hahahahaha   Skrambi ertu ráðagóður.

Anna Einarsdóttir, 27.6.2007 kl. 21:48

2 identicon

Ég er mikill aðdáandi og mér finnst þetta mjög sniðugt hjá ykkur að hafa blogg, á eftir að vera fastagestur. En Gassi það er Guðlaugur Þór ekki Gunnlaugur;) En annars gangi ykkur vel.

Auður Olga (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 15:41

3 Smámynd: Hermann Valdi Valbjörnsson

Ég hef sjálfur lent í þessu þegar ég fór í röntgen í Domus Medica, tók á móti mér þessi já gella og sagði mér að fara inní klefan og afklæða mig, ég spurði hana þrisvar sinnum alveg til að vera viss, hvort ég ætti að vera allsber, en ég fékk mig ekki í það og fór í nærbuxum, kjánaleg bón.

Hermann Valdi Valbjörnsson, 28.6.2007 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband